Salah fær risatilboð frá Sádi-Arabíu - Gyökeres og Mbeumo á lista Arsenal - Napoli vill Rashford
   fim 16. janúar 2025 12:30
Elvar Geir Magnússon
Júlli lagðist í mikla rannsóknarvinnu áður en hann skrifaði undir
Júlíus í landsliðsverkefni.
Júlíus í landsliðsverkefni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Júlíus Magnússon var kynntur sem nýr leikmaður Elfsborg í Svíþjóð í síðustu viku. Í viðtali við Fotbollskanalen segist hann hafa skoðað félagið út og inn áður en hann skrifaði undir.

„Þetta hefur verið nokkuð langt ferli og gott að það tók ekki allan janúar að klára þetta. Það er gott að geta byrjað að kynnast liðinu sem fyrst," segir hinn 26 ára gamli Júlíus sem hitti liðsfélaga sína í æfingabúðum á Spáni.

Hann segist hafa lagst í mikla rannsóknarvinnu þegar hann heyrði af áhuga sænska félagsins. Hann hafi vitað að hann væri að fara í félag með stöðugleika sem hafi metnað til að gera góða hluti á hverju tímabili. Hann ræddi meðal annars við Svein Aron Guðjohnsen, fyrrum leikmann félagsins.

„Hann hafði mjög jákvæða hluti að segja um félagið. Hann staðfesti það sem ég hélt. Þetta er fjölskyldufélag sem tekur þig opnum örmum þegar þú ert kominn í það. Hann staðfesti að ég væri að taka rétta skrefið."

Má ekki spila gegn Nice og Tottenham
Elfsborg vann 1-0 sigur gegn Roma í Evrópudeildinni í vetur og á tvo leiki eftir í deildarkeppninni; gegn Nice og Tottenham. Júlíus má því miður ekki spila þá leiki þar sem ekki má gera breytingar á leikmannalistanum. Ef Elfsborg kemst í útsláttarkeppnina má bæta honum við listann.

„Það yrði magnað. Það yrði stór bónus fyrir mig ef ég gæti spilað í útsláttarkeppninni. Það yrði klárlega draumur," segir Júlíus sem skrifaði undir fimm ára samning við Elfsborg. Hann yfirgaf Fredrikstad sem átti gott tímabil í efstu deild Noregs á síðasta ári og varð bikarmeistari. Júlíus var fyrirliði liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner