Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   sun 16. febrúar 2025 17:33
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Athletic missteig sig í Barcelona - Auðvelt fyrir Sevilla
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum þar sem Athletic Bilbao missteig sig á útivelli gegn Espanyol.

Staðan var markalaus í hálfleik en Espanyol tók forystuna í síðari hálfleik áður en Oihan Sancet tókst að jafna og bjarga stigi fyrir gestina frá Bilbao, eftir stoðsendingu frá Nico Williams.

Það ríkti jafnræði með liðunum allan leikinn og var jafntefli afar sanngjörn niðurstaða.

Athletic Bilbao er áfram í fjórða sæti spænsku deildarinnar og er liðið sex stigum á eftir toppliði Real Madrid. Espanyol lyftir sér upp úr fallsæti með þessu jafntefli.

Sevilla heimsótti botnlið Real Valladolid í seinni leik dagsins og skóp þægilegan sigur, þar sem Juanlu Sánchez skoraði tvennu og gaf eina stoðsendingu og Dodi Lukebakio skoraði einnig og lagði upp.

Lokatölur urðu 0-4 fyrir Sevilla sem er um miðja deild, aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti.

Espanyol 1 - 1 Athletic Bilbao
1-0 Roberto Fernandez ('62 )
1-1 Oihan Sancet ('77 )

Real Valladolid 0 - 4 Sevilla
0-1 Juanlu Sanchez ('5 )
0-2 Isaac Romero Bernal ('45 )
0-3 Juanlu Sanchez ('67 )
0-4 Dodi Lukebakio ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner