
„Við færum ykkur gleðifréttir á þessum frábæra fimmtudegi," segir í tilkynningu Breiðabliks, en landsliðskonan Agla María Albertsdóttir er búin að gera tveggja ára samning við félagið - út árið 2024. Hún kemur í Kópavoginn frá Häcken í Svíþjóð.
Agla María fór út til Häcken fyrir síðustu leiktíð en fékk ekki mörg tækifæri þar. Hún lék seinni hluta tímabilsins á láni hjá Breiðabliki og skoraði þá fjögur mörk í átta leikjum.
Hún hefur leikið með Breiðabliki í Lengjubikarnum í vetur og raðað inn mörkum, skorað sex mörk í fjórum leikjum. Núna er það ljóst að hún mun spila með Blikum í sumar - sem eru frábær tíðindi fyrir Kópavogsfélagið.
Agla María, sem er fædd árið 1999, hefur leikið 53 A-landsleiki og skorað fjögur mörk. Hún er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Val og Stjörnunni á sínum ferli.
Komnar
Agla María Albertsdóttir frá Häcken
Andrea Rut Bjarnadóttir frá Þrótti
Katrín Ásbjörnsdóttir frá Stjörnunni
Mikaela Nótt Pétursdóttir frá Haukum (var á láni hjá Val)
Toni Pressley frá Bandaríkjunum
Elín Helena Karlsdóttir frá Keflavík (var á láni)
Hildur Lilja Ágústsdóttir frá KR (var á láni)
Farnar
Anna Petryk til Úkraínu
Alexandra Soree til Bandaríkjanna
Eva Nichole Persson til Svíþjóðar
Heiðdís Lillýardóttir til Basel
Karen María Sigurgeirsdóttir á láni til Þórs/KA
Kristjana Sigurz í ÍBV
Laufey Harpa Halldórsdóttir í Tindastól á láni
Melina Ayres til Ástralíu
Natasha Anasi til Noregs
Athugasemdir