„Tilfinningin er bara ágæt, við hefðum átt að nýta einhver af þessum færum sem við fengum en ég held að þetta sé bara sterkt stig fyrir okkur á útivelli í fyrsta leik." sagði Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH eftir markalausa jafnteflið við Val á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld í fyrstu umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 FH
„Við förum inn í hvern einasta leik til að vinna hann og það er ekkert öðruvísi þó maður sé að mæta Val en þetta er klárlega sterkt stig fyrir okkur og gefur góð fyrirheit fyrir sumarið."
„Við höfum verið að vinna með sömu pressuna síðustu þrjú ár og höfum alltaf verið að bæta hana meira og meira þegar hún er svona agresive eins og hún var í dag þá náum við að vinna boltann hátt uppi á vellinum og þá er varnarleikurinn okkar eiginlega bara sóknarleikur."
Nánar var rætt við Örnu í viðtalinu í sjónvarpinu hér að ofan.