Huijsen vill vera áfram á Englandi - Ramsdale og Verbruggen á blaði Man Utd - Leeds vill Weigl
   mið 16. apríl 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Frestaður leikur á St. James' Park
Mynd: EPA
Það er einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Newcastle fær Crystal Palace í heimsókn.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram 15. mars en var frestað vegna þátttöku Newcastle í úrslitum enska deildabikarsins þar sem liðið vann Liverpool.

Newcastle er í baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið getur komist upp fyrir Nottiingham Forest í 3. sæti með sigri. Jason Tindall, aðstoðarmaður Eddie Howe, verður á hliðarlínunni vegna veikinda þess síðarnefnda.

Palace steinlá 5-2 gegn Man City í síðustu umferð. Liðið kemst upp í 11. sæti, upp fyrir Brentford með sigri.

miðvikudagur 16. apríl

ENGLAND: Premier League
18:30 Newcastle - Crystal Palace
Athugasemdir
banner