„Við erum ekki nógu ánægðir með okkar leik við hefðum þurft að sýna aðeins meiri hörku hér á heimavelli og svo nátúrulega fáum við þrjú mjög opin færi sem við eigum að setja í netið." sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals eftir markalausa jafnteflið gegn FH í fyrstu umferð Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Valur 0 - 0 FH
„Bara einhverjar ákvarðanartökur, ég er nú með tvö þeirra í fersku minni og þar er bara í fyrsta færin er hún bara að reyna að setja hann en fer yfir og í þriðja færinu þá ætlaði hún að ná undir hana en hún var svo snögg niður hún Aldís og náði að loka á það og svo í byrjun síðari hálfleiks fáum við dauðafæri þarna á fjær sem verður bara panik og kannski býst ekki við boltanum í svona góðu færi og þetta eru opin færi svo klára leikinn alveg en á meðan andstæðingurinn er inn í leik að þá er þetta erfitt."
Berglind Björg Þorvaldsdóttir gékk í raðir Breiðablik í vetur frá Val en Berglind skoraði tvö mörk í gær gegn Stjörnunni og Kristján var spurður hvort þeir sjái eftir henni?
„Berglind er vinkona mín og ég óska henni alls hins besta. Þetta gerist bara áður en ég kem að þeim samningi var sagt upp en hún hefur alltaf skorað mörk, er frábær inn í teig og einn besti markaskorarinn á landinu en hún er í Breiðablik og það er staðan."