Árið 2019 þótti Joao Felix einn mest spennandi leikmaður í heimi. Hann hafði þá slegið í gegn með Benfica í heimalandinu.
Hann var í kjölfarið keyptur til Atletico Madrid á metfé, en þar átti hann erfitt uppdráttar. Hann hefur svo líka ekki fundið sig hjá AC Milan, Barcelona og Chelsea.
Hann var í kjölfarið keyptur til Atletico Madrid á metfé, en þar átti hann erfitt uppdráttar. Hann hefur svo líka ekki fundið sig hjá AC Milan, Barcelona og Chelsea.
Það væri kannski best fyrir hann að snúa aftur heim og það er möguleiki fyrir hann í sumar.
Record í Portúgal segir frá því að Benfica sé að vinna í því að fá Felix aftur heim áður en HM félagsliða hefst í sumar. Portúgalska félagið ætlar að reyna að fá hann á láni.
Það gæti kannski hjálpað hinum 25 ára gamla Felix að finna fæturnar aftur ef hann fer heim til Benfica.
Felix er samningsbundinn Chelsea en hann er þessa stundina á láni hjá AC Milan.
Athugasemdir