Tumi Fannar Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik sem gildir út tímabilið 2027. Fyrri samningur hefði runnið út í lok þessa tímabils.
Tumi, sem varð tvítugur í síðasta mánuði, hefur verið hluti af meistaraflokkshóp Breiðabliks undanfarin þrjú ár og lék fjóra leiki með liðinu á síðasta tímabili þegar það varð Íslandsmeistari.
Tímabilið þar á undan lék hann með venslaliðinu Augnabliki. Hann lék á sínum tíma þrjá leiki með U15 landsliðinu og var í æfingahópum U17, U18 og U19.
Tumi, sem varð tvítugur í síðasta mánuði, hefur verið hluti af meistaraflokkshóp Breiðabliks undanfarin þrjú ár og lék fjóra leiki með liðinu á síðasta tímabili þegar það varð Íslandsmeistari.
Tímabilið þar á undan lék hann með venslaliðinu Augnabliki. Hann lék á sínum tíma þrjá leiki með U15 landsliðinu og var í æfingahópum U17, U18 og U19.
Í vetur kom miðjumaðurinn við sögu í fimm leikjum í Lengjubikarnum. Hann var ekki í leikmannahópi Breiðabliks gegn Aftureldingu í fyrstu umferð vegna meiðsla í hæl en var á bekknum gegn Fram síðasta sunnudag.
Næsti leikur Breiðabliks er heimaleikur gegn Fjölni í bikarnum. Sá leikur verður spilaður klukkan 16:00 á föstudag.
Athugasemdir