Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 16. maí 2021 15:08
Victor Pálsson
Holland: Albert spilaði í lokaumferðinni - AZ í þriðja sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson spilaði 63 mínútur fyrir lið AZ Alkmaar í dag sem mætti Heracles í hollensku úrvalsdeildinni.

Albert byrjaði leikinn á miðju AZ sem var í engum vandræðum á heimavelli og vann sannfærandi 5-0 sigur.

Landsliðsmaðurinn tókst ekki að komast á blað í dag en hann var fyrstur til að fara af velli hjá AZ í seinni hálfleiknum.

Þetta var lokaumferðin í deildinni en AZ mun spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð og hafnar í þriðja sæti deildarinnar.

Liðið var aðeins einu stigi frá Meistaradeildarsæti en PSV gerði jafntefli við Utrecht í dag og nær að komast í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner
banner
banner