Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 16. maí 2021 17:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikar kvenna: Mikil dramatík í Mosfellsbæ - Þrjú lið áfram
Afturelding er komin áfram.
Afturelding er komin áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram þrír leikir í Mjólkurbikar kvenna í dag; sæti í 16-liða úrslitunum í boði.

Það var mikil dramatík í Mosfellsbæ þar sem Afturelding tók á móti Gróttu í Lengjudeildarslag. Grótta komst yfir eftir fimm mínútna leik en Afturelding jafnaði þegar stundarfjórðungur var eftir og það þurfti að framlengja.

Í framlengingunni leiddi Grótta frá 96. mínútu en Afturelding gafst ekki upp og jafnaði metin á 112. mínútu. Boltinn fór í hendi Guðrúnar, markaskorara Aftureldingu, áður en hún skoraði en markið fékk að standa.

Það var því gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Afturelding hafði að lokum betur. Grótta hefði getað tryggt sér sigur en Eva Karen Sigurdórsdóttir setti boltann fram hjá markinu þegar hún gat tryggt Gróttu sigur.

KR og Fjarðab/Höttur/Leiknir eru einnig komin áfram. Katrín Ómarsdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari KR, skoraði tvennu í endurkomusigri á Augnablik á meðan Fjarðab/Höttur/Leiknir vann 0-2 útisigur á Sindra.

KR 3 - 1 Augnablik
0-1 Harpa Helgadóttir ('14)
1-1 Katrín Ómarsdóttir ('43)
2-1 Katrín Ómarsdóttir ('84)
3-1 Margrét Edda Lian Bjarnadóttir ('87)

Sindri 0 - 2 Fjarðab/Höttur/Leiknir
0-1 Halldóra Birta Sigfúsdóttir ('21)
0-2 Hafdís Ágústsdóttir ('42)

Afturelding 2 - 2 Grótta (5-4 í vító)
0-1 Sara Dögg Ásþórsdóttir ('5)
1-1 Jade Arianna Gentile ('76)
1-2 Tinna Jónsdóttir ('96)
2-2 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('112)
Athugasemdir
banner
banner