Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   mán 16. maí 2022 22:13
Arnar Laufdal Arnarsson
Arnar Gunnlaugs: Þetta var ekki 3-0 leikur
Búinn að loka fyrir töfluna
Búinn að loka fyrir töfluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var bara nokkuð brattur þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í 6. umferð Bestu Deildar karla í kvöld.

"Mér reyndar frammistaðan að mörgu leiti góð í dag þetta var alls ekki 3-0 leikur fannst mér. Mér fannst við vera með tökin lungað af leiknum en svo fáum við bara tvö klaufamörk í andlitið alveg hræðileg mörk til að fá á sig og missum menn út af. Í stöðunni 2-0 urðum við bara að reyna eitthvað og reyna sækja markið og settu mjög gott þriðja mark á okkur en þetta var ekki 3-0 leikur ég held að allir geta verið sammála um það" Sagði Arnar í viðtali eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Nikolaj Hansen hefur verið rosalega týndur í tveimur síðustu leikjum Víkinga, Arnar sammála því?

"Já svo sannarlega það er bara ein ástæða fyrir því hann er bara ekki kominn í sitt besta stand, hann átti erfiðan vetur en það þýðir ekki að væla það við erum með fínt lið, fínan leikmannahóp en þegar það vantar Niko og Pablo og svo tekuru Sölva, Kára og Atla frá því í fyrra þá ertu búinn að missa fimm karaktera úr liðinu. Við þurfum bara að koma þessum mönnum í gott stand og nýta vel hvíldina sem við fáum í landsleikjahléinu til að ná mönnum í stand aftur en byrjunin á mótinu eru mikil vonbrigði"

Undirritaður talaði við Arnar eftir vítapsyrnuleikinn fræga gegn Leikni R. og spurði hvernig honum leist á að vera strax farinn að elta Breiðabliksliðið. Er bráðin búin að hlaupa of langt frá þeim?

"Eins og staðan er í dag já. Við erum ekkert að líta á töfluna, við verðum bara að loka á töfluna næstu 5 vikur og sjá til hvernig staðan verður orðin í júlí og taka bara einn leik í einu og vinna okkar leiki og taka stöðuna þá, við eigum eftir að spila örugglega tvisvar við Blikana, þrisvar við Val og KA en eins og staðan er í dag þá erum við ekkert að pæla í þessum efstu liðum"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan þar sem að Arnar talar um rauða spjald Kristals o.fl.


Athugasemdir
banner
banner