sun 16. júní 2019 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Samúel Kári í sigurliði gegn Arnóri
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu þrír Íslendingar við sögu í norska boltanum í dag, tveir í efstu deild og einn í næstefstu.

Í A-deildinni áttust Lilleström og Viking við. Þar lék Samúel Kári Friðjónsson allan leikinn í liði Viking á meðan Arnór Smárason kom inn af bekknum í liði heimamanna, sem léku nánast allan leikinn manni færri.

Viking var 0-1 yfir þegar Arnór kom inn af bekknum á 74. mínútu en tókst honum ekki að breyta gangi mála. Lokatölur urðu 0-2. Fimm stig skilja liðin að í deildinni.

Lilleström 0 - 2 Viking
0-1 K. Thorstvedt ('44)
0-2 V. Vevatne ('78)
Rautt spjald: S. Sinyan, Lilleström ('13)

Oliver Sigurjónsson var þá á bekknum er Bodo/Glimt hafði betur gegn Stromsgodset.

Bodo/Glimt er í þriðja sæti, með 20 stig eftir 10 umferðir. Oliver hefur aðeins fengið að spila tíu mínútur frá komu sinni til félagsins.

Bodo/Glimt 2 - 0 Stromsgodset
1-0 H. Evjen ('64)
2-0 J. Glesnes ('68, sjálfsmark)

Dagur Dan Þórhallsson var einnig ónotaður varamaður. Samherjar hans hjá Mjondalen gerðu 1-1 jafntefli við Kristiansund og komu sér upp úr fallsæti, með 10 stig eftir 11 umferðir.

Mjondalen 1 - 1 Kristiansund
1-0 C. Gauseth ('21)
1-1 A. Diop ('85)

Í B-deildinni fékk Viðar Ari Jónsson síðasta hálftímann í 0-2 sigri Sandefjord gegn Notodden.

Sandefjord er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum frá Íslendingaliði Álasunds sem trónir á toppinum.

Notodden 0 - 2 Sandefjord
0-1 R. Herraiz ('31)
0-2 H. Storbæk ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner