Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Real Sociedad kaupir Isak af Dortmund (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Borussia Dortmund er búið að selja sænska sóknarmanninn Alexander Isak, sem er gjarnan kallaður 'nýi Zlatan'. Hann er búinn að skrifa undir fimm ára samning við Real Sociedad.

Isak er hávaxinn framherji sem hefur skoraði 2 mörk í 6 landsleikjum fyrir Svíþjóð. Hann er fæddur 1999 og verður tvítugur í september.

Hann kom upp í gegnum unglingastarf AIK og fór snemma til Dortmund þar sem hann gerði góða hluti með varaliðinu. Hann fékk tækifærið með aðalliðinu en þótti ekki nógu góður og var því lánaður til Willem II í efstu deild í Hollandi síðastliðinn janúar. Þar skoraði Isak 13 mörk í 16 leikjum og átti 7 stoðsendingar.

Real Sociedad greiðir 8 milljónir evra fyrir ungstirnið en sú upphæð getur hækkað talsvert ef hinar ýmsu bónusgreiðslur verða virkjaðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner