Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júní 2022 09:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Phillips vill fara til City - Arsenal og Man Utd berjast um Vitinha
Powerade
Phillips til City
Phillips til City
Mynd: EPA
Cucurella er líka orðaður við City
Cucurella er líka orðaður við City
Mynd: Getty Images
Barca segist ekki þurfa að selja
Barca segist ekki þurfa að selja
Mynd: Getty Images
Asensio til Arsenal?
Asensio til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Slúðrið er tekið saman af BBC og er í boði Powerade. Pakkinn í dag er stútfullur.



Kalvin Phillips (26) leikmaður Leeds hefur sagt félaginu að hann vilji fara frá félaginu í sumar til að ganga í raðir Manchester City. (Football Insider)

City er á því að Leeds muni selja leikmanninn ef tilboð upp á 45-50 milljónir punda berst í leikmanninn. (Athletic)

Umboðsmenn Paul Pogba (29) eru nálægt því að ná samkomulagi um fjögurra ára samning við Juventus. (Sky Sports)

Juventus býst við því að Pogba skrifi undir hjá félaginu í upphafi næsta mánaðar eftir að munnlegt samkomulag náðist. (Guardian)

Tottenham, Newcastle og Aston Villa eru á meðal úrvalsdeildarfélaga sem fylgjast með þróun mála hjá Gareth Bale (32) en hann varð samningslaus hjá Real Madrid í sumar. (Sun)

Chelsea hefur haft augastað á Jules Kounde (23) hjá Sevilla í talsverðan tíma en gæti misst af honum þar sem Barcelona vill fá hann. (Catalunya Radio)

Chelsea hefur hafið viðræður við Inter um mögulegt lán á Romelu Lukaku (29) til ítalska félagsins. Lukaku þarf að taka á sig launalækkun svo skiptin gangi í gegn. (Telegraph)

Viðræður Chelsea við Inter um Lukaku gætu hjálpað enska félaginu að fá varnarmanninn Denzel Dumfries (26) frá Inter en Man Utd hefur einnig áhuga. (Gazzetta dello Sport)

West Ham og Newcastle vilja fá James Ward-Prowse (27) miðjumann Southampton. (Mirror)

James Tarkowski (29) er að ganga í raðir Everton frá Burnley en ekki er búist við tilkynningu frá Everton þar til í lok mánaðar. (Liverpool Echo)

Manchester United er sagt líklegast til að fá Vitinha (24) miðjumann Porto. Hann er falur fyrir 34 milljónir punda. (Abola)

Forseti Porto segir að tilboði frá ónefndu félagi í Vitinha hafi verið hafnað. Arsenal hefur einnig áhuga. (Express)

Nottingham Forest er að fá Dean Henderson (25) á láni frá Manchester United. Forest getur svo keypt markvörðinn á 20 milljónir punda. (Mail)

Forest gæti eytt allt að 100 milljónum punda í leikmenn í sumar. (Times)

Manchester United vonast eftir því að fá Frenkie de Jong (25) miðjumann Barcelona í sínar raðir í sumar. Þær vonir minnkuðu þó eftir að spænska félagið greindi frá því að það þurfi ekki að selja leikmenn í sumar. (Mirror)

United býst við því að Andreas Pereira (26) snúi til baka til félagsins eftir lán hjá Flamengo. Brasilíska félagið sé ekki líklegt til að greiða 10,5 milljónir evra til fá leikmanninn alfarið í sínar raðir. (Fabrizio Romano)

Newcastle gæti hindrað West Ham í að fá Nayef Aguerd frá Rennes en skipti hans til West Ham eru komin vel á veg. (Sun)

Juventus gæti reynt að bjóða Merih Demiral (24) til Chelsea sem hluta af kaupverði í Jorginho (30) (Calciomercato)

Arsenal gæti keypt Marco Asensio (26) sem á eitt ár eftir af samningi við Real Madrid og illa gengur að ganga frá nýjum samningi. Spænski miðjumaðurinn vill fá betur borgað. (Mirror)

Real Madrid vonast eftir því að krækja í Jude Bellingham (18) frá Dortmund í sumar. Bellingham er talinn kosta um 78 milljónir punda en Man Utd og Liverpool horfa einnig til hans. (Metro)

Southampton er að fá markmanninn Gavin Bazunu (20) frá Manchester City. (90min)

Bournemouth er nálægt því að fá Ryan Fredericks (29) frá West Ham. Fulham hefur einnig áhuga á varnarmanninum. (Football Insider)

Manchester City er að undirbúa tilboð í Marc Cucurella (23) hjá Brighton. Pep Guardiola, stjóri City, er mikill aðdáandi. (Fabrizio Romano)

Barcelona horfir áfram til Cesar Azpilicueta (32) hjá Chelsea. Xavi, stjóri Barcelona, vill fá Azpilicueta þar sem Dani Alves er farinn frá félaginu. Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, vill halda sínum manni í London. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner
banner