Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 22:34
Ívan Guðjón Baldursson
Badri Kvaratskhelia: Vil ekki að Khvicha verði áfram hjá Napoli
Mynd: Getty Images
Badri Kvaratskhelia, faðir Khvicha Kvaratskhelia, vill ekki að sonur sinn verði áfram hjá Napoli á næstu leiktíð eftir mikið vonbrigðatímabil hjá félaginu.

Badri þekkir vel til atvinnumennsku eftir að hafa átt 25 ára feril sem fótboltamaður. Á þeim tíma spilaði hann þrjá A-landsleiki fyrir Aserbaídsjan og fór svo í þjálfun eftir að hann lagði fótboltaskóna á hilluna.

„Ég vil ekki að Khvicha verði áfram hjá Napoli. Hann starfaði með fjórum mismunandi aðalþjálfurum á einu ári hjá félaginu. Það er eitthvað sem veldur mér miklum áhyggjum," sagði Badri.

„Hann þarf þó að taka ákvörðun um framtíðina sína sjálfur. Ég ræð ekki hvað hann gerir þó að ég geti verið ósammála honum.

„Ég hef ekki rætt við Khvicha um þetta málefni og ég mun ekki gera það fyrr en eftir EM 2024."

Athugasemdir
banner
banner