Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   sun 16. júní 2024 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
De Ketelaere keyptur til Atalanta (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA
AC Milan hefur staðfest félagaskipti belgíska sóknartengiliðsins Charles De Ketelaere til nágrannaliðsins Atalanta.

Atalanta á eftir að staðfesta skiptin en ljóst er að De Ketelaere mun leika með liðinu næstu árin.

Ekki er greint frá samningslengd en talið er að Atalanta borgi um 25 milljónir evra til að kaupa leikmanninn - sem AC Milan keypti frá Club Brugge fyrir 35 milljónir sumarið 2022.

De Ketelaere átti afar erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili hjá Milan og var lánaður til Atalanta í fyrrasumar. Hann sprakk út undir stjórn Gian Piero Gasperini og kom í heildina að 25 mörkum í 50 leikjum á síðustu leiktíð. Hann hjálpaði Atalanta að sigra Evrópudeildina og var í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum gegn Bayer Leverkusen.

De Ketelaere er í belgíska landsliðshópnum sem mætir til leiks á EM á morgun.


Athugasemdir
banner