Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   sun 16. júní 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Jovan Subic flautar Fótbolti.net bikarinn í gang
 Jovan Subic.
Jovan Subic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net bikarinn, bikarkeppni neðri deilda, fer í gang á morgun mánudaginn 17. júní í Fjarðabyggðarhöllinni þegar KFA og ÍH eigast við. Viðeigandi að keppnin fari í gang á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.

Aðrir leikir í 32-liða úrslitunum verða allir spilaðir á miðvikudaginn.

Jovan Subic mun dæma fyrsta leik keppninnar í Fjarðabyggðarhöllinni á morgun. Jóhann Finnur Sigurjónsson og Róbert Þormar Skarphéðinsson verða aðstoðardómarar.

Víðismenn eru handhafar bikarsins eftir að hafa unnið KFG 2-1 í fyrsta úrslitaleik keppninnar á síðasta ári, en þeir fá erfiðan leik gegn Haukum sem spáð er góðu gengi í 2. deild í sumar.

mánudagur 17. júní
14:00 KFA-ÍH (Fjarðabyggðarhöllin)

miðvikudagur 19. júní
17:00 Höttur/Huginn-Kári (Vilhjálmsvöllur)
18:00 RB-KF (Nettóhöllin)
18:00 Víkingur Ó.-Kormákur/Hvöt (Ólafsvíkurvöllur)
18:00 Tindastóll-Reynir S. (Sauðárkróksvöllur)
18:00 KH-Sindri (Valsvöllur)
19:00 Hvíti riddarinn-Völsungur (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 KV-Vængir Júpiters (KR-völlur)
19:15 Árbær-Elliði (Domusnovavöllurinn)
19:15 Ýmir-KÁ (Kórinn)
19:15 Magni-Hamar (Boginn)
19:15 Ægir-Selfoss (GeoSalmo völlurinn)
19:15 KFK-Skallagrímur (Fagrilundur - gervigras)
19:15 Víðir-Haukar (Nesfisk-völlurinn)
19:15 KFG-Þróttur V. (Samsungvöllurinn)
19:15 Árborg-Augnablik (JÁVERK-völlurinn)



Til félaga sem taka þátt í keppninni:
Ef félög eru til í að hjálpa okkur við að auka umgjörð um keppnina þá er allt efni velkomið. Ef félögin eru með myndir, viðtöl, upplýsingar, samfélagsmiðlaefni, beinar netútsendingar sem hægt er að kynna eða eitthvað fleira þá er tölvupósturinn opinn: [email protected] - Einnig er hægt að senda okkur ábendingar eða hugmyndir.
Leiðin á Laugardalsvöll - Ástríðan í Fífunni og Bjarni Jó í viðtali
Athugasemdir
banner
banner