„Þegar á heildina er á litið þá held ég að þetta séu bara nokkuð sanngjörn úrslit," sagði Viðar Jónsson, þjálfari Leiknis F. eftir markalaust jafntefli við HK í dag.
„Við byrjuðum ekki vel í þessum leik og mér fannst við aldrei vera tilbúnir. Það vantaði meiri kraft og áræðni í allt það sem við vorum að gera og ég er því bara þokkalega sáttur með þetta."
„Við byrjuðum ekki vel í þessum leik og mér fannst við aldrei vera tilbúnir. Það vantaði meiri kraft og áræðni í allt það sem við vorum að gera og ég er því bara þokkalega sáttur með þetta."
Lestu um leikinn: Leiknir F. 0 - 0 HK
Leikmenn Leiknis voru alls ekki sáttir með að fá ekki vítaspyrnu undir lokin og Viðar segir að þar hafi verið um klára vítaspyrnu að ræða.
„Ég var mjög nálægt því og þetta var klárt víti. Sóknarmaðurinn potaði boltanum og hinn fór og tók hann niður og það var dæmt horn. Það var ekki réttur dómur að mínu viti.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
























