Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 16. júlí 2023 16:35
Kári Snorrason
Davíð Smári: Fleiri í gula liðinu í dag
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestri mætti í heimsókn á Norðurálsvöllinn fyrr í dag, leikar enduðu 1-1 í dramatískum leik. Davíð Smári þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Vestri

„Allir sem sáu þennan leik sjá að viðbrögð mín eru alls ekki góð. Það voru fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er gríðarlega vonsvikinn, það var eitt lið á vellinum, eitt lið sem spilaði fótbolta, eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta. Mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik, frá 1. mínútu til 90. mínútu."

Davíð Smári var ósáttur út í dómara leiksins, sérstaklega í jöfnunarmarki ÍA.

„Þetta er pjúra brot, það sjá það allir þetta er brot. Þú sérð það á spjöldunum hér í dag að hann dæmdi algjörlega í eina átt. Hvað sem veldur, ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur var að þeir reyndu að fiska okkur útaf með rautt spjald."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner