Vestri mætti í heimsókn á Norðurálsvöllinn fyrr í dag, leikar enduðu 1-1 í dramatískum leik. Davíð Smári þjálfari Vestra mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Vestri
„Allir sem sáu þennan leik sjá að viðbrögð mín eru alls ekki góð. Það voru fleiri í gula liðinu í dag, svo einfalt er það. Ég er gríðarlega vonsvikinn, það var eitt lið á vellinum, eitt lið sem spilaði fótbolta, eitt lið sem sparkaði boltanum upp í vindinn og vonaði það besta. Mér fannst við vera með alla stjórn á þessum leik, frá 1. mínútu til 90. mínútu."
Davíð Smári var ósáttur út í dómara leiksins, sérstaklega í jöfnunarmarki ÍA.
„Þetta er pjúra brot, það sjá það allir þetta er brot. Þú sérð það á spjöldunum hér í dag að hann dæmdi algjörlega í eina átt. Hvað sem veldur, ég veit það ekki. Eina ógnin sem Skagamenn gáfu okkur var að þeir reyndu að fiska okkur útaf með rautt spjald."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér í spilaranum að ofan.
Athugasemdir