Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 16. júlí 2024 12:35
Sverrir Örn Einarsson
Dómari úr ensku úrvalsdeildinni dæmir hjá Víkingum
Jared Gillet
Jared Gillet
Mynd: Getty Images
Það verður teymi úr ensku úrvalsdeildinni sem sér um dómgæslu er Víkingar mæta Shamrock Rovers á Tallaght Stadium í Dublin í síðari leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld.

Jared Gillet er aðaldómari leiksins með aðstoðardómarana Neil Davies og James Mainwaring sér til aðstoðar ásamt Sam Barrott sem er fjórði dómari.

Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 -  1 Víkingur R.

VAR dómarar leiksins eru einnig úr ensku úrvalsdeildinni en Jared fær aðstoð frá þeim Peter Bankes og Michael Salisbury úr VAR herberginu á Tallaght Stadium.

Jared Gillet er ágætlega þekkt nafn í dómaraheiminum en hann er fæddur í Ástralíu árið 1986 og dæmdi um árabil í A-Leauge efstu deild þar í landi. Hann fluttist þó búferlum til Englands árið 2018 og hóf að dæma í Championship deildinni það árið.

Árið 2021 var hann hækkaður upp um flokk og dæmdi sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni í september það ár er hann hélt um flautuna í jafnteflisviðureign Watford og Newcastle.

Jared vakti nokkra athygli er hann dæmdi síðasta leik sinn í Ástralíu er hann var með míkrafón á sér sem tók upp öll þau samskipti sem hann átti við leikmenn sem og aðstoðardómara sína en myndbandið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner