Það verður teymi úr ensku úrvalsdeildinni sem sér um dómgæslu er Víkingar mæta Shamrock Rovers á Tallaght Stadium í Dublin í síðari leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld.
Jared Gillet er aðaldómari leiksins með aðstoðardómarana Neil Davies og James Mainwaring sér til aðstoðar ásamt Sam Barrott sem er fjórði dómari.
Jared Gillet er aðaldómari leiksins með aðstoðardómarana Neil Davies og James Mainwaring sér til aðstoðar ásamt Sam Barrott sem er fjórði dómari.
Lestu um leikinn: Shamrock Rovers 2 - 1 Víkingur R.
VAR dómarar leiksins eru einnig úr ensku úrvalsdeildinni en Jared fær aðstoð frá þeim Peter Bankes og Michael Salisbury úr VAR herberginu á Tallaght Stadium.
Jared Gillet er ágætlega þekkt nafn í dómaraheiminum en hann er fæddur í Ástralíu árið 1986 og dæmdi um árabil í A-Leauge efstu deild þar í landi. Hann fluttist þó búferlum til Englands árið 2018 og hóf að dæma í Championship deildinni það árið.
Árið 2021 var hann hækkaður upp um flokk og dæmdi sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni í september það ár er hann hélt um flautuna í jafnteflisviðureign Watford og Newcastle.
Jared vakti nokkra athygli er hann dæmdi síðasta leik sinn í Ástralíu er hann var með míkrafón á sér sem tók upp öll þau samskipti sem hann átti við leikmenn sem og aðstoðardómara sína en myndbandið má sjá hér að neðan.
Athugasemdir