Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 16. júlí 2024 18:59
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni EM: Sigur í lokaumferðinni
Icelandair
Ísland fagnar marki í kvöld.
Ísland fagnar marki í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Pólland 0 - 1 Ísland
0-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('32)

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

Stelpurnar okkar heimsóttu Pólland í lokaumferð undankeppni Evrópumótsins sem fer fram í Sviss næsta sumar.

Þær voru búnar að tryggja sér farmiða í lokakeppnina en áttu enn möguleika á að koma sér í hærri styrkleikaflokk fyrir mótið með því að sigra undanriðilinn. Til þess þurftu þær sigur í Póllandi í dag og að treysta á að Austurríki tækist að stela stigi gegn Þýskalandi á sama tíma.

Stelpurnar okkar sinntu sínu og uppskáru sigur úti í Póllandi, en þær austurrísku hjálpuðu ekki til og því endar Ísland í öðru sæti undanriðilsins.

Pólska liðið mætti grimmt til leiks á heimavelli og setti pressu á Ísland snemma leiks en það var hin öskufljóta Sveindís Jane Jónsdóttir sem fékk fyrsta dauðafæri leiksins eftir flotta skyndisókn, en skot hennar fór af varnarmanni og í hornspyrnu.

Sveindís fékk annað flott tækifæri skömmu síðar þar sem markvörður Pólverja fór út í skógarhlaup en Sveindís skaut í hliðarnetið úr þröngu færi þó að markið stæði opið.

Stelpurnar okkar tóku öll völd á vellinum á þessum tímapunkti og átti Guðrún Arnardóttir þrumuskot í slá eftir frábæra sókn hjá Íslandi áður en leikurinn var stöðvaður fyrir vatnspásu.

Ísland pressaði þær pólsku langt upp völlinn og loks tókst Sveindísi að skora. Hún vann boltann hátt uppi á vellinum og skoraði sjálf eftir glæsilegt einstaklingsframtak.

Pólverjar unnu sig inn í leikinn undir lok fyrri hálfleiks og komust nokkrum sinnum nálægt því að jafna metin en tókst ekki.

Íslensku stelpurnar tóku aftur stjórn á leiknum í síðari hálfleik og fengu fín færi til að tvöfalda forystuna en boltinn rataði ekki í netið.

Pólland vann sig aftur inn í leikinn og fengu bæði lið góð færi til að skora en lokatölur urðu 0-1 fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner