Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 16. ágúst 2019 20:45
Rögnvaldur Már Helgason
Gregg Ryder: Grótta og Fjölnir líklegust til að fara upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að spila á heimavelli og eigum að vinna alla leiki hérna. Ég er mjög vonsvikinn með það að við skulum ekki hafa unnið í dag," sagði Gregg Ryder eftir jafnteflið gegn Haukum í kvöld. 

„Það var ekki eitthvað eitt sem við gerðum vitlaust, það var eiginlega allt. Þeir voru hungraðari, héldu boltanum betur og sýndu meiri vilja. Það var fullkomlega verðskuldað að þeir væru yfir í hálfleik og það ætti augljóslega ekki að gerast hér, það er stór spurning hvers vegna það gerist."

Í seinni hálfleik slökuðu Haukar á og Þórsarar gengu á lagið, en gerðu ekki nóg til að sigra. Toppbaráttan er spennandi en Fjölnir og Grótta gerðu sömuleiðis jafntefli í kvöld í toppslag.

„Ef þú lítur á leikina sem eru eftir þá eiga bæði þessi lið auðveldara prógramm eftir, og hafa spilað við öll liðin í efri hlutanum. Þau hafa gert mjög vel til að halda sér í baráttunni og maður myndi ætla að þessi tvö lið séu líklegust til að fara upp eins og staðan er. Kannski verður þetta á milli okkar og Fjölnis."

„Þegar upp er staðið verður maður bara að horfa á það sem maður er að gera sjálfur og hugsa fyrst og fremst um að skila sínu, við gerðum það ekki í dag og það eru vonbrigði."



Athugasemdir
banner