
„Tilfinningin er mjög góð, ánægð með markið en hefði viljað fá þrjú stig, sátt með eitt stig í bili," sagði María Catharina Ólafsd. Gros, markaskorari Þór/KA, eftir jafntefli gegn Stjörnunni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 1 Þór/KA
„Mér fannst þær á köflum betri en við en við svo betri en þær á köflum. Þær áttu skilið að skora sitt mark en nei, ég hefði ekki verið sátt með 1-0 sigur Stjörnunnar."
Var María sátt með eigin frammistöðu í leiknum?
„Já, ég náði að nýta hraðann mjög vel og náði að klára þetta færi undir lokin."
„Ég er spennt að sjá hvernig síðustu mánuðirnir af mótinu verða og við ætlum okkur að bæta okkur, ná í fleiri stig og sigra," sagði María að lokum.
Athugasemdir