Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 16. ágúst 2022 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andersen fengið fjölmargar morðhótanir
Andersen og Nunez í leiknum í gær.
Andersen og Nunez í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Danski miðvörðurinn Joachim Andersen greinir frá því á Instagram að hann sé búinn að fá mikinn fjölda morðhótana eftir leik gegn Liverpool í gærkvöldi.

Andersen, sem leikur með Crystal Palace, háði mikla baráttu við Darwin Nunez, sóknarmann Liverpool, í þessum leik. Danski miðvörðurinn var sniðugur og var búinn að vera að atast í Nunez allan leikinn áður en kom að þessu atviki þar sem rauða spjaldið fór á loft.

Nunez fékk rautt spjald fyrir að skalla Andersen í byrjun seinni hálfleiksins.

Liverpool stuðningsmenn eru margir hverjir ekkert sérlega ánægðir með Andersen og hefur hann fengið mörg ljót skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. „Ég hef fengið 300-400 skilaboð. Ég skil að þið styðjið eitthvað félag en sýnið virðingu," skrifar Andersen og birtir nokkur af þessum ljótu skilaboðum sem hann hefur fengið.

Í þessum skilaboðum sem hann hefur fengið er fólk meðal annars að óska eftir því að hann og fjölskylda hans muni láta lífið.

Andersen hvetur Instagram og ensku úrvalsdeildina til að gera eitthvað í þessu svo svona hegðun viðgangist ekki.

Sjá einnig:
Myndband sem sýnir hvernig Andersen náði að æsa upp í Nunez


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner