„Við vorum upp á hótelherbergi og Hallbera sagði að við værum komnar á EM en við þorðum ekki að segja það upphátt strax," sagði Fanndís Friðriksdóttir um augnablikið þar sem hún fékk þær fréttir að Ísland væri komið á EM.
Fanndís segir spilamennskuna ekki hafa verið upp á sitt besta en hún var ánægð með leikgleði liðsins.
Fanndís segir spilamennskuna ekki hafa verið upp á sitt besta en hún var ánægð með leikgleði liðsins.
Lestu um leikinn: Ísland 4 - 0 Slóvenía
„Það vantaði aðeins upp á spilamennskuna hjá okkur en það var leikgleði og við höðfum gaman af þessu."
Slóvenar voru nálægt því að skora í blálokin en Ísland hefur haldið hreinu, alla undankeppnina.
„Ég greip um andliðið á miðjum vellinum en það er gott að hafa góðan markmann eins og Guggu," sagði Fanndís að lokum.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir






















