Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 16. september 2019 11:05
Magnús Már Einarsson
Arsenal hefur fengið flest skot á sig í stærstu deildunum
Varnarleikur Arsenal hefur verið mikið til umræðu eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Watford í gær.

Arsenal fékk 31 skot á sig í leiknum en þar af voru 23 skot í síðari hálfleiknum.

Það sem af er tímabili hefur Arsenal fengið flest skot á sig af öllum liðum í fimm stærstu deildum Evrópu. Ljóst er að Unai Emery, stjóri Arsenal, þarf að taka varnarleikinn í gegn á næstunni.

Flest skot á sig í topp fimm deildunum
Arsenal: 96
Norwich: 93
Tottenham: 82
Toulouse: 79
Aston Villa: 77
Bournemouth: 76
Amiens: 76
Southampton: 75
Newcastle United: 74
Rennes: 73
Athugasemdir
banner