Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 16. september 2020 10:43
Magnús Már Einarsson
Hópurinn í toppstandi - Jón Þór verður á svæðinu
Icelandair
Jón Þór fékk rauða spjaldið í Lettlandi í fyrra. Hann stýrði æfingu í morgun en Ian Jeffs aðstoðarmaður hans stýrir liðinu á morgun. Hér eru þeir á æfingu í dag.
Jón Þór fékk rauða spjaldið í Lettlandi í fyrra. Hann stýrði æfingu í morgun en Ian Jeffs aðstoðarmaður hans stýrir liðinu á morgun. Hér eru þeir á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru heilir heilsu og klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Lettum í undankeppni EM annað kvöld. Dagný Brynjarsdóttir hafði verið að glíma við meiðsli en hún er klár.

„Dagný æfði með okkur í gær og æfir með okkur í dag. Hún er í fínu lagi," sagði Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í dag.

„Það eru allir heilir og í toppstandi sem er gríðarlega jákvætt. Það er mikil orka í hópnum og það hefur verið frábær andi. Ég hef verið gríðarlega ánægður með það hvernig staðan er á hópnum."

Jón Þór verður í leikbanni þar sem hann fékk rauða spjaldið í síðasta leik gegn Lettum. Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrir leiknum en Þórður Þórðarson, þjálfari U19 ára landsliðsins, er einnig kominn inn í þjálfarateymið.

„Ég fæ að vera á staðnum og verð í húsinu," sagði Jón Þór aðspurður hvar hann verður á meðan á leik stendur.

„Sem betur fer höfum við mjög öflugt þjálfarateymi og lið sem að er vel undirbúið. Það hefur gengið frábærlega vel að undirbúa liðið. Ég hef engar áhyggjur af því. Við erum mjög bjartsýn fyrir leikinn á morgun."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner