Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mið 16. september 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær vill fá tvo leikmenn fyrir gluggalok - Sancho annar þeirra
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vill fá tvo nýja leikmenn inn í leikmannahóp Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 5. október.

Það er norski blaðamaðurinn Fredrik Filtvedt sem greinir frá þessu. Fredrik segir að Jadon Sancho, sóknarmaður Dortmund, sé annar af þessum leikmönnum.

Fredrik segir frá því að Solskjær hafi nýlega rætt við Sancho og sagt honum að hann hafi trú á því að skiptin muni ganga í gegn fljótlega.

Líkur eru á því að hinn leikmaðurinn sé annað hvort miðvörður eða vinstri bakvörður. Vel var hitað upp fyrir tímabil Manchester United í hlaðvarpsþættinum Enska boltanum sem hlusta má á hér að neðan.
Enski boltinn - Heldur uppgangur Manchester United áfram?
Athugasemdir