fim 16. september 2021 16:53
Elvar Geir Magnússon
Allt önnur stemning og strákarnir finna fyrir því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan slær gleði hjá Víkingum um þessar mundir og stemningin á leikjum liðsins hefur aukist mikið undanfarnar vikur. Mótið færist nær lokum og létt hefur verið á samkomutakmörkunum.

Ný stuðningssveit hefur orðið til hjá Víkingum og þeir hafa sett mikinn lit á síðustu leiki liðsins.

„Eftir að þeir komu inn, fyrir þremur eða fjórum leikjum síðan, þá er allt önnur stemning og strákarnir finna fyrir því. Þeir svo sannarlega hjálpuðu okkur yfir lokamínúturnar," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn gegn Fylki í bikarnum í gær.

„Þetta er allt annað fyrir útsendingarnar, fyrir áhorfendur og leikmenn. Það er búið að leyfa fleiri stuðningsmenn sem er gott fyrir leikinn á sunnudag, lokaumferðina, undanúrslitin og úrslitin. Það eru vonandi fjórir leikir eftir fyrir þá til að hlakka til."

Víkingar eru í harðri baráttu við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn og eru auk þess komnir í undanúrslit Mjólkurbikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner