Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. september 2022 08:30
Fótbolti.net
Helgi Mikael dæmir leik Víkings og KR
Helgi Mikael Jónasson.
Helgi Mikael Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
22. umferð Bestu deildarinnar verður leikin á laugardag, síðasta umferðin áður en kemur að tvískiptingunni, nýja fyrirkomulaginu. Fimm aukaumferðir munu þá bætast við og leikið í efri og neðri deild.

Fram og Keflavík eiga enn möguleika á að komast í efri hlutann en liðin eigast við innbyrðis í Úlfarsárdal. Liðið sem vinnur þarf að treysta á að Stjarnan tapi fyrir FH á sama tíma. Þorvaldur Árnason dæmir leikinn í Úlfarsárdal.

Helgi Mikael Jónasson dæmir leik Víkings og KR en það var mikill hiti þegar hann dæmdi eftirminnilega viðureign þessara liða 2020. Hér að neðan má sjá hverjir dæma leikina á morgun.

Sjá einnig:
Síðasta umferð fyrir tvískiptingu - Sjö atriði til að fylgjast með á laugardag

laugardagur 17. september
14:00 Stjarnan-FH (Sigurður Hjörtur Þrastarson)
14:00 Valur-KA (Pétur Guðmundsson)
14:00 Fram-Keflavík (Þorvaldur Árnason)
14:00 Breiðablik-ÍBV (Ívar Orri Kristjánsson)
14:00 Víkingur R.-KR (Helgi Mikael Jónasson)
14:00 ÍA-Leiknir R. (Vilhjálmur Alvar Þórarinsson)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner