Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. september 2022 23:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Holland: Hildur og Kristófer spiluðu sína fyrstu leiki
Kristófer Ingi
Kristófer Ingi
Mynd: VVV Venlo

Hildur Antonsdóttir gekk til liðs við Fortuna Sittard í Hollandi frá Breiðablik fyrr í sumar en hún lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í dag. Hún lék allan leikinn í 4-0 tapi liðsins gegn Ajax í fyrstu umferð efstu deildarinnar.


Ajax hafnaði í 2. sæti á síðustu leiktíð en Fortuna Sittard er að taka þátt í kvennadeild í fyrsta sinn.

Kristófer Ingi Kristinsson lék sinn fyrsta leik fyrir Venlo en hann gekk til liðs við félagið í síðustu viku. Venlo leikur í næst efstu deild í Hollandi. Liðið mætti unglingaliði PSV en leikurinn endaði 1-1. Kristófer kom inná þegar um hálftími var eftir af leiknum.

Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði rúmar 80 mínútur í 4-1 tapi unglingaliðs Ajax í 4-1 tapi gegn Maastricht.

Í efstu deild spilaði Andri Fannar Baldursson fyrri NEC í markalausu jafntefli gegn Utrecht. Hann kom inná þegar skammt var til leiksloka.


Athugasemdir
banner
banner
banner