Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. september 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Sarri eftir skellinn í Danmörku: Ótrúlegur hroki og engin auðmýkt
Maurizio Sarri
Maurizio Sarri
Mynd: EPA
Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, var reiður eftir 5-1 tap liðsins fyrir Midtjylland í Evrópudeildinni í gær.

Midtjylland kom öllum á óvart og lék sér að Lazio í Danmörku.

Sarri var ekki með neinar útskýringar á því hvernig þetta gerðist en hann mun vilja fá útskýringar frá leikmönnum sínum af hverju þetta gerðist.

Þjálfarinn segir leikmennina hrokafulla og ekki hafa sýnt auðmýkt í leiknum.

„Þvi miður þá koma tímar þar sem Lazio mætir bara ekki í leiki og það er jafnvel verra þegar það gerist í Evrópu því við höfðum verið að bæta árangur okkar þar."

„Það var engin auðmýkt hjá okkur. Við héldum að við hefðum lagað þetta vandamál, en með þetta hugarfar þá kemur ekkert úr löppunum."

„Þetta er á mína ábyrgð. Ég mun sjá um leikmennina og fer fram á útskýringu frá þeim. Því eina sem ég sá var ótrúlegur hroki og ályktanir. Við stöndum í stað og tempó-ið var lágt eins og við værum 4-0 yfir og í góðum gír,"
sagði Sarri.
Athugasemdir
banner