De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   lau 16. september 2023 17:18
Anton Freyr Jónsson
„Þarna sáum við að við þurftum að tefja sem er gjörsamlega galið"
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög skringilega ef ég á að segja alveg eins og er. Ég á mjög erfitt með að fagna þessu tapi, mér fannst 4-0 vera of mikið og mér fannst við nokkur færi hérna til að skora og komast í góðar stöður til að skora og við gerðum það ekk og þegar við erum sjálfir farnir að skora í eigið net þá er þetta orðið helvíti erfitt," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur eftir 4-0 tapið á Extravellinum í Grafarvogi en liðið hélt sér uppi á einu marki og leikur liðið í Lengjudeildinni að ári.

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  0 Njarðvík

„Mér finnst við bara ekki vera klárir frá fyrstu mínútu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum einhverneigin að bíða eftir að hin liðin geri eitthvað svo kemur markið og þá förum við allt í einu að gera eitthvað. Kenneth Hogg fær mjög gott færi þarna undir lokin í fyrri hálfleik sem hefði verið 1-1 inn í hálfleik og hefði breytt ýmislegu og svo eigum við skalla í stöngina í síðari hálfleik sem hefði geta breytt stöðunni í 2-1 minnir mig og þá fáum við 3-0 í staðin, á einhverjum „scremaer frá 35.metrum eða eitthvað. Mér leið bara eins og þetta yrði svona one of theese days en sem betur fer gékk þetta upp."

Njarðvík byrjaði í stöðunni 4-0 að tefja en það sem var í gangi er að ef Fjölnismenn hefðu skorað eitt mark í viðbót að þá hefði það fellt Njarðvík og voru menn komnir með símm ann á loft á varamannabekk Njarðvíkur.

„Þegar Fjölnismenn skora fjórða markið þá hugsum við „Heyrðu hvað er að gerast hinumegin" við vorum bara  focuseraðir á okkur og gera okkar vel og mér fannst við gera það á köflum í leiknum, vallaraðstæður ekki upp á 10 en við fórum að pæla í þessu þarna og þarna bara sáum við að nú þurfum við að fara tefja sem er gjörsamlega galið en við sáum það að Selfoss leikurinn var búin aðeins á undan og vissum hvað við þyrftum að gera og það var að ekki fá annað mark á okkur og halda þessu og þá værum við enþá í Lengjudeildinni að ári."

„Ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ 10 leiki með þeim. 12 leikir voru búnir og þá voru þeir með átta stig, við erum núna merð 23 stig eftir 10 leiki og það er ágætt finnst mér. Auðvitað einhverjir leikir sem við hefðum mátt gera betur. Við erum í fótbolta og ég var að taka við liði sem var með lítið sjálfstraust en ég get alveg sagt þér það að ég er ótrúlega stolltur af strákunum, mér fannst þeir geggjaðir og þeir buðu mig mjög velkominn inn."

Nánar var rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í sjónvarpinu hér að ofan en hann fór meðal annars yfir stöðu hans með liðið og leikmannahóp Njarðvíkur.


Athugasemdir
banner
banner