
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 0 Njarðvík
„Mér finnst við bara ekki vera klárir frá fyrstu mínútu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við erum einhverneigin að bíða eftir að hin liðin geri eitthvað svo kemur markið og þá förum við allt í einu að gera eitthvað. Kenneth Hogg fær mjög gott færi þarna undir lokin í fyrri hálfleik sem hefði verið 1-1 inn í hálfleik og hefði breytt ýmislegu og svo eigum við skalla í stöngina í síðari hálfleik sem hefði geta breytt stöðunni í 2-1 minnir mig og þá fáum við 3-0 í staðin, á einhverjum „scremaer frá 35.metrum eða eitthvað. Mér leið bara eins og þetta yrði svona one of theese days en sem betur fer gékk þetta upp."
Njarðvík byrjaði í stöðunni 4-0 að tefja en það sem var í gangi er að ef Fjölnismenn hefðu skorað eitt mark í viðbót að þá hefði það fellt Njarðvík og voru menn komnir með símm ann á loft á varamannabekk Njarðvíkur.
„Þegar Fjölnismenn skora fjórða markið þá hugsum við „Heyrðu hvað er að gerast hinumegin" við vorum bara focuseraðir á okkur og gera okkar vel og mér fannst við gera það á köflum í leiknum, vallaraðstæður ekki upp á 10 en við fórum að pæla í þessu þarna og þarna bara sáum við að nú þurfum við að fara tefja sem er gjörsamlega galið en við sáum það að Selfoss leikurinn var búin aðeins á undan og vissum hvað við þyrftum að gera og það var að ekki fá annað mark á okkur og halda þessu og þá værum við enþá í Lengjudeildinni að ári."
„Ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ 10 leiki með þeim. 12 leikir voru búnir og þá voru þeir með átta stig, við erum núna merð 23 stig eftir 10 leiki og það er ágætt finnst mér. Auðvitað einhverjir leikir sem við hefðum mátt gera betur. Við erum í fótbolta og ég var að taka við liði sem var með lítið sjálfstraust en ég get alveg sagt þér það að ég er ótrúlega stolltur af strákunum, mér fannst þeir geggjaðir og þeir buðu mig mjög velkominn inn."
Nánar var rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í sjónvarpinu hér að ofan en hann fór meðal annars yfir stöðu hans með liðið og leikmannahóp Njarðvíkur.