
ÍBV þurfti að bíta í það súra epli að falla úr Bestu deild kvenna í dag. Liðið tapaði stórt gegn Tindastóli í lokaleik sínum, í leik sem liðið þurfti að vinna.
„Þetta er bara vont tap og ekkert meira en það," sagði Todor Hristov, þjálfari ÍBV, þegar hann var spurður út í sínar fyrstu tilfinningar eftir tapið í dag.
„Þetta er bara vont tap og ekkert meira en það," sagði Todor Hristov, þjálfari ÍBV, þegar hann var spurður út í sínar fyrstu tilfinningar eftir tapið í dag.
Lestu um leikinn: Tindastóll 7 - 2 ÍBV
Hvernig lítur framtíðin út hjá ÍBV eftir þessa niðurstöðu? Verður hann áfram með liðið?
„Það er rosalega erfitt að segja þér það núna tveimur mínútum eftir leik. Eins og venjulega þá munum við setjast niður og ræða hlutina. Við þurfum að ræða hvað við þurfum að bæta til að komast aftur upp í Bestu deildina."
Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir