Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 16. september 2024 15:39
Elvar Geir Magnússon
Einvígi Keflavíkur og ÍR fært á miðvikudag og sunnudag
Lengjudeildin
Úr viðureign Keflavíkur og ÍR í sumar.
Úr viðureign Keflavíkur og ÍR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir og Afturelding eigast við.
Fjölnir og Afturelding eigast við.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram á laugardag og ÍBV tryggði sér toppsætið og þar með sæti í Bestu deildinni.

Þá varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum umspilsins en sigurliðin þar leika svo stakan úrslitaleik á Laugardalsvelli, 50 milljóna króna leikinn, um að fylgja Eyjamönnum upp.

Keflavík mætir ÍR og Fjölnir leikur gegn Aftureldingu í undanúrslitum, þar sem leikið verður heima og að heiman. Keflavík og ÍR hafa komist að samkomulagi um að breyta leiktímum svo þeir verði hentugri fyrir áhorfendur.

Fyrri leikurinn verður í Breiðholti á miðvikudag en sá seinni í Keflavík á sunnudag.

Afturelding og Fjölnir mætast á áður auglýstum tímum, undir ljósunum í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöld og svo í Grafarvogi 15:45 næsta mánudag. Ástæðan fyrir því að spilað er svona snemma dags á mánudag er vegna birtuskilyrða en ekki eru flóðljós við völlinn.

miðvikudagur 18. september
16:45 ÍR-Keflavík (ÍR-völlur)

fimmtudagur 19. september
19:15 Afturelding-Fjölnir (Malbikstöðin að Varmá)

sunnudagur 22. september
14:00 Keflavík-ÍR (HS Orku völlurinn)

mánudagur 23. september
15:45 Fjölnir-Afturelding (Extra völlurinn)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner