Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   mán 16. september 2024 22:21
Elvar Geir Magnússon
Jóhann Ingi raðspjaldaði á Hlíðarenda
Jóhann Ingi Jónsson.
Jóhann Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ingi Jónsson dómari raðspjaldaði leikmenn á Hlíðarenda í kvöld. Læti sköpuðust þegar Ástbjörn Þórðarson, bakvörður KR, tæklaði Gylfa Þór Sigurðsson.

Jóhann dómari leysti málin með því að kalla til sín Ástbjörn og þrjá aðra leikmenn sem voru í ærslagangnum og gaf gult spjald á röðina.

KR-ingurinn Aron Sigurðarson og Valsararnir Patrick Pedersen og Kristinn Freyr Sigurðsson fóru í bókina auk Ástbjörns í þessari raðspjöldun.

Jóhann Ingi dómari leitaði þarna í bók Garðars Arnar Hinriksson, Rauða barónsins, en hann gerði raðspjöldunina fræga í íslenska boltanum á árum áður.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 KR


Athugasemdir
banner