Aitana Bonmatí hefur skrifað undir nýjan samning við Barcelona sem gildir til ársins 2028.
Nýi samningurinn gerir hana að launahæstu fótboltakonu sögunnar. Ekki er vitað hvað hún fær nákvæmlega í laun en hún er að skrifa söguna.
Nýi samningurinn gerir hana að launahæstu fótboltakonu sögunnar. Ekki er vitað hvað hún fær nákvæmlega í laun en hún er að skrifa söguna.
Bonmati er besta fótboltakona í heimi - hún fékk Ballon d'Or verðlaunin á síðasta ári - en það var talið að Chelsea væri tilbúið að nýta sér 3 milljón evra riftunarverð í samningi hennar. Þá stökk Barcelona til og endursamdi við hana.
Bonmati, sem er 26 ára, hefur leikið allan sinn feril með Barcelona. Hún hefur alls leikið 269 leiki og skorað í þeim 95 mörk.
Hún hefur þá spilað 65 landsleiki fyrir Spán og skorað 26 mörk.
Athugasemdir