Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mán 16. nóvember 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Henderson bætist á meiðslalista Liverpool
Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, fór af velli í hálfleik í leik Englands og Belgíu í Þjóðadeildinni í gær.

Harry Winks leysti Henderson af hólmi og útlit er fyrir að sá síðarnefndi verði ekki með gegn Íslandi á miðvikudaginn.

Þá er óvíst hvort Henderson nái leik Liverpool og Leicester á sunnudag.

Virgil van Dijk, Joe Gomez, Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson eru allir meiddir hjá Liverpool. Robertson er sá eini af þeim sem gæti náð leiknum á sunnudag.

Þá er Mohamed Salah með kórónuveiruna og ljóst er að hann verður frá keppni á næstunni.
Athugasemdir
banner