Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari AC Milan með kórónuveiruna
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan.
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan.
Mynd: Getty Images
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, hefur greinst með kórónuveiruna, en ítalska úrvalsdeildarfélagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis um liðna helgi.

Milan segir að hinn 55 ára gamli Pioli sé ekki með nein einkenni og sé í einangrun heima hjá sér.

Öll önnur próf sem voru tekin á leikmönnum og starfsmönnum félagsins komu neikvæð til baka.

AC Milan hefur farið mjög vel af stað í ítölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er sem stendur á toppi deildarinnar með 17 stig eftir sjö leiki. Næsti leikur Milan er við Napoli eftir tæpa viku og spurning er með það hvort Pioli geti verið á hliðarlínunni í þeim leik.
Athugasemdir
banner
banner