Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 16. nóvember 2022 15:16
Elvar Geir Magnússon
Katarar bregðast reiðir við ásökunum um keypta stuðningsmenn
Þessir stuðningsmenn tóku á móti enska landsliðinu í Katar.
Þessir stuðningsmenn tóku á móti enska landsliðinu í Katar.
Mynd: Getty Images
Mótshaldarar HM í Katar harðneita þeim ásökunum að þeir hafi borgað einstaklingum fyrir að þykjast vera stuðningsmenn.

Myndbönd af indverskum stuðningsmönnum Englands og fleiri landsliða á mótinu hafa vakið mikla athygli á samfélafsmiðlum.

Blaðamaður Guardian ræddi við nokkra af þeim sem voru merktir Englandi og sögðust þeir vera upphaflega frá Kerala á Indlandi og bjuggu yfir mikill þekkingu á enska liðinu og ensku úrvalsdeildinni.

Í yfirlýsingu frá mótshöldurum er sagt að ásakanir um keypta stuðningsmenn vera vonbrigði en koma ekki á óvart.

„Stuðningsmenn frá öllum heimshornum, sem margir hafa gert Katar að heimili sínu, hafa lagt sitt af mörkum til að lita andrúmsloftið. Stuðningsmannaskrúðgöngur og ýmsar uppákomur til að bjóða hin ýmsu landslið velkomin hafa verið skipulagðar," segir í yfirlýsingunni.

„Margir fjölmiðlamenn hafa á samfélagsmiðlum efast um að þetta séu 'ekta' stuðningsmenn. Við hörmum þessa umræðu. Stuðningsmenn um allan heim hafa misjafnar venjur og hefðir og þó það stangist á við það sem þekkist í Evrópu eða Suður-Ameríku þýðir það ekki að ástríðan fyrir leiknum sé minni."

Katar hafnar því alfarið að einstaklingum hafi verið borgað til að þykjast vera stuðningsmenn.


Athugasemdir
banner
banner
banner