Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   fim 16. nóvember 2023 23:09
Ívan Guðjón Baldursson
Alfreð: Erfitt að útskýra hvað gerðist eftir frábæra byrjun
Alfreð í leiknum í kvöld.
Alfreð í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason fékk að spila síðustu 20 mínúturnar í 4-2 tapi Íslands á útivelli gegn Slóvakíu er liðin mættust í undankeppni EM fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Slóvakía 4 -  2 Ísland

Alfreð svaraði spurningum að leikslokum og reyndi að útskýra hvað fór úrskeiðis í leik íslenska liðsins.

„Þetta var frábær byrjun á leiknum en svo er svolítið erfitt að útskýra hvað gerist. Þeir skora úr tveimur föstum leikatriðum, horn og víti sem var rosalega ódýrt, og auðvitað hefur það áhrif á leikinn," sagði Alfreð, sem reyndi svo að greina hvað var helst til ama í leik íslenska liðsins í leiknum.

„Mér fannst við þurfa að taka meiri áhættu með boltann og spila meira framávið. Allir boltar sem við unnum fannst mér enda hjá Elíasi. Svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sofandi og fáum á okkur tvö mörk þar sem þeir klára leikinn. Við þurfum aðeins að greina þetta og fara yfir leikinn, en í báða enda þá var þetta ekki nógu gott."

Strákarnir okkar komast því ekki á EM í gegnum undankeppnina en eiga enn möguleika á að komast inn bakdyramegin í vor.
Athugasemdir
banner
banner