Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 16. desember 2020 22:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho segir betra liðið hafa tapað - Gagnrýnir Klopp
Mourinho horfir á Klopp.
Mourinho horfir á Klopp.
Mynd: Getty Images
„Við vorum svo nálægt því að vinna leikinn en við klúðruðum færunum," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, eftir 2-1 tap gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

„Við vorum með stjórn á leiknum. Jafntefli hefðu verið slæm úrslit og þið getið því rétt ímyndað ykkur hvernig mér líður núna."

Tottenham fékk fín færi í seinni hálfleiknum en það var Liverpool sem var miklu sterkari aðilinn heilt yfir. Mourinho er hins vegar á því að betra liðið hafi tapað og hann lét Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, vita af sinni skoðun eftir leik.

„Frammistaðan var mjög góð. Það voru auðvitað einhver mistök og eitthvað sem við getum lagað... við spiluðum gegn meisturunum á þeirra velli og við fengum betri færin til að vinna."

„Liðið var stórkostlegt. Liverpool litu ekki út eins og meistarar, Evrópumeistarar, Heimsmeistarar, sá munur var ekki á liðunum."

„Ég sagði við Klopp að betra liðið hefði tapað og hann var ósammála. En það er hans skoðun. Ef ég haga mér eins og hann á hliðarlínunni, þá væri ég ekki áfram þar. Af einhverri ástæðu er ég öðruvísi," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner