Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 16. desember 2020 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Virðist sem Man Utd hafi sloppið með skrekkinn varðandi Longstaff
Sean Longstaff og bróðir hans Matty.
Sean Longstaff og bróðir hans Matty.
Mynd: Getty Images
Sean Longstaff var slakur þegar Newcastle tapaði 5-2 fyrir Leeds í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Miðjumaðurinn var frábær seinni hluta tímabilsins 2018/19 undir stjórn Rafa Benitez. Eftir mjög gott tímabil var hann sterklega orðaður við Manchester United, en sagan sagði að Newcastle vildi fá 50 milljónir punda fyrir hann.

Steve Bruce, sem tók við Newcastle sumarið 2019, vildi ekki selja Longstaff, en það hefur lítið gengið upp hjá miðjumanninum undir stjórn Bruce.

Longstaff byrjaði aðeins 14 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og í kvöld fær hann að heyra það frá stuðningsmönnum Newcastle á samfélagsmiðlum.

Svo virðist sem margir stuðningsmenn kenni Bruce um það hvernig hefur farið fyrir hinum 23 ára gamla Longstaff. Man Utd prísa sig örugglega sæla að hafa ekki pungað út 50 milljónum punda fyrir hann.




Athugasemdir
banner
banner
banner