Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 16. desember 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enn meiri veikindi í franska hópnum
Mynd: EPA

Dayot Upamecano og Adrien Rabiot misstu af leik Frakklands gegn Marokkó í undanúrslitum á HM vegna veikinda. Fleiri hafa bæst við á veikindalistann hjá liðinu.


Didier Deschamps sagði eftir undanúrslitaleikinn að hann væri bjartsýnn að Rabiot verði með hópnum í úrslitaleiknum en Upamecano var í hópnum í undanúrslitunum en ekki leikfær.

Þá bætti hann við að Kingsley Coman sé einnig orðinn veikur.

„Það er flensutímabil núna og þess vegna verðum við að fara varlega. Leikmennirnir hafa líka lagt mikið á sig og ónæmiskerfið er því orðið mögulega smá slappt," sagði Deschamps.


Athugasemdir