Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 17. janúar 2020 08:12
Magnús Már Einarsson
Ashley Young í læknisskoðun hjá Inter í dag
Mynd: Getty Images
Inter hefur náð samkomulagi við Manchester United um að kaupa Ashley Young á 1,3 milljónir punda.

Hinn 34 ára gamli Young verður samningslaus í sumar en Inter vildi fá hann strax í sínar raðir.

Samkvæmt frétt Sky mun Young fljúga til Milanó í dag til að gangast undir læknisskoðun.

Inter er líklega einnig að fá vinstri bakvörðinn Leonardo Spinazzola frá Roma en það kemur þó ekki í veg fyrir að félagið kaupi Young.

Young hefur verið hjá Manchester United síðan árið 2011 en hann lék áður með Watford og Aston Villa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner