Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. janúar 2020 22:19
Ívan Guðjón Baldursson
Faxaflóamótið: ÍA hafði betur gegn Augnablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA 3 - 2 Augnablik
1-0 Eva María Jónsdóttir ('3)
1-1 Birna Kristín Björnsdóttir ('6)
1-2 Þórdís Katla Sigurðardóttir ('25)
2-2 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('29)
3-2 María Björk Ómarsdóttir ('39)

ÍA lagði Augnablik að velli í Faxaflóamótinu í kvöld er liðin mættust í Akraneshöllinni. Öll fimm mörk leiksins komu í fjörugum fyrri hálfleik.

Eva María Jónsdóttir kom Skagakonum yfir en Birna Kristín Björnsdóttir og Þórdís Katla Sigurðardóttir sneru stöðunni við fyrir gestina.

Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði svo leikinn eftir slæm varnarmistök Augnabliks áður en María Björk Ómarsdóttir skoraði sigurmarkið eftir lélegt úthlaup Dísellu Mey Ársælsdóttur úr marki Kópavogsmæranna.

ÍA er með sex stig eftir tvær umferðir en liðið vann Gróttu 6-0 í fyrstu umferð. Þetta var hins vegar fyrsti leikur Augnabliks í mótinu.


Athugasemdir
banner
banner