Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 17. janúar 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford ætlar að spila þrátt fyrir meiðsli
Mirror heldur því fram, ásamt fleiri enskum fréttamiðlum, að Marcus Rashford muni spila meiddur gegn Liverpool á sunnudaginn.

Rashford kom inná sem varamaður í 1-0 sigri gegn Wolves í bikarnum á miðvikudaginn en þurfti að fara meiddur af velli skömmu síðar.

Samkvæmt fregnum frá Englandi hefur bataferli Rashford farið afar vel af stað og er hann reiðubúinn að spila þrátt fyrir meiðslin. Hann þarf að vera sprautaður með verkjalyfjum til að ná leiknum.

Rashford hefur verið í miklu stuði á tímabilinu og er kominn með 14 mörk í 22 deildarleikjum. Auk þess hefur hann verið duglegur að skora í bikarkeppnum og með enska landsliðinu.

Rashford gerði eina mark Man Utd í fyrri leik tímabilsins gegn Liverpool, sem lauk með 1-1 jafntefli á Old Trafford. Það er eini leikurinn sem Liverpool hefur ekki unnið á deildartímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner