Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 17. janúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
Vieira hugsaði ekki um stjórastarf Arsenal
Sáttur hjá Nice.
Sáttur hjá Nice.
Mynd: Getty Images
Patrick Vieira, fyrrum fyrirliði Arsenal, segist ekki hafa haft áhuga á að taka við sem stjóri hjá félaginu eftir að Unai Emery var rekinn í nóvember.

Vieira er á sínu öðru ári sem þjálfari Nice í frönsku úrvalsdeildinni en hann ræddi við Arsenal eftir að Arsene Wenger hætti árið 2018.

Núna áttu engar viðræður sér stað við hann þegar leit stóð yfir að eftirmanni Emery.

„Nei, það er ekki til pláss í huga mínum fyrir svona samtöl. Framtíð mín er hér. Verkefnið hentar mér og því sem ég vil afreka," sagði Vieira.

„Sögusagnir um Arsenal starfið trufla mig ekki. Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en ég vil ekki vera með heilann á öðrum stað en hann á heima á. Félagið veit að ég vil vera áfram hér og ég veit að þeir vilja 100% halda mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner