Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   sun 17. janúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt önnur staða núna en fyrir ári síðan
Manchester United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þessi sunnudagur er næstum því á enda kominn.

Man Utd gerði markalaust jafntefli við Liverpool í frekar leiðinlegum fótboltaleik fyrr í kvöld.

Það er býsna athyglisvert að horfa til þess að fyrir ári síðan vann Liverpool 2-0 sigur á United í deildinni. Þar skoruðu Virgil van Dijk og Mohamed Salah mörkin.

Liverpool, sem var þá á toppnum, kom sér þá 30 stigum frá United. Núna ári síðar er United með þremur stigum meira og á toppnum.

Já, það hefur margt breyst á þessu eina ári.

Man City er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá United og með leik til góða. City hafði betur gegn Crystal Palace í síðasta leik kvöldsins.


Athugasemdir
banner