Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allt önnur staða núna en fyrir ári síðan
Salah fagnar marki sínu gegn Man Utd 19. janúar 2020.
Salah fagnar marki sínu gegn Man Utd 19. janúar 2020.
Mynd: Getty Images
Manchester United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þessi sunnudagur er næstum því á enda kominn.

Man Utd gerði markalaust jafntefli við Liverpool í frekar leiðinlegum fótboltaleik fyrr í kvöld.

Það er býsna athyglisvert að horfa til þess að fyrir ári síðan vann Liverpool 2-0 sigur á United í deildinni. Þar skoruðu Virgil van Dijk og Mohamed Salah mörkin.

Liverpool, sem var þá á toppnum, kom sér þá 30 stigum frá United. Núna ári síðar er United með þremur stigum meira og á toppnum.

Já, það hefur margt breyst á þessu eina ári.

Man City er í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum frá United og með leik til góða. City hafði betur gegn Crystal Palace í síðasta leik kvöldsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner