Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. janúar 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Langar að fara á lán frá Englandi en dreymir líka um fyrsta leikinn með Reading
Grínaðist með Manchester United
Það væri gaman að prófa öðruvísi fótbolta
Það væri gaman að prófa öðruvísi fótbolta
Mynd: KSÍ
Vill fara á lán en veitir annars aðalmarkmanninum samkeppni
Vill fara á lán en veitir annars aðalmarkmanninum samkeppni
Mynd: Getty Images
Jökull hefur verið hjá Reading í um sjö ár.
Jökull hefur verið hjá Reading í um sjö ár.
Mynd: Reading
Jökull Andrésson var á láni hjá Morecambe fyrri hluta tímabilsins á Englandi. Jökull spilaði sautján leiki með Morecambe á tíma sínum þar en lék ekkert í desember og var kallaður til baka úr láninu í síðustu viku.

Jökull, sem er tvítugur markvörður, er leikmaður Reading og ræddi hann við Fótbolta.net í síðustu viku eftir að hafa spilað sinn fyrsta A-landsleik.

Sjá einnig:
Sturlað augnablik - „Einhver skrítinn gæi frá Aftureldingu búinn að spila sinn fyrsta landsleik"
Fer fögrum orðum um Jón Daða og Ingvar - „Er þetta besti gæi í heiminum?"

Langar virkilega að fara aftur út á lán
Hvað er planið hjá Reading með þig?

„Einmitt núna er þetta aðeins í óvissu. Ég fer til Reading núna eftir verkefnið, æfi hjá félaginu. Svo sjáum við til hvað gerist. Mig langar virkilega að fara aftur út á lán, það mætti vera hvar sem er; í Evrópu, Skandinavíu og auðvital líka á Englandi. Persónulega langar mig samt að horfa annað en á England, prófa eitthvað nýtt. Ég er búinn að prófa League Two og League One, það væri gaman að prófa öðruvísi fótbolta," sagði Jökull.

„Ég er spenntur að sjá hvað gerist, ef það kemur ekkert upp með lán þá mun ég ýta á aðalmarkmanninn hjá Reading og veita honum samkeppni. Það væri líka alveg frábært. Ég er mjög jákvæður á stöðuna og spenntur fyrir framhaldinu."

Draumurinn að spila keppnisleik með aðalliði Reading
Þú komst aðeins inn á fjárhagsörðugleika félagsins, gæti verið að Reading þyrfti að selja þig?

„Ég held ekki, ég er ekki á hæstu laununum í liðinu og þarf því ekki mikið að stressa mig á því. Vonandi þurfum við ekki að selja neinn. Við erum neðarlega í deildinni, búið að draga sex stig af okkur og margir verið meiddir. Örðugleikarnir eru því ekki eingöngu fjárhagslegir. Leikmennirnir á bekknum hafa verið mjög ungir og menn hafa því þurft að spila allar 90 mínúturnar."

„Maður veit aldrei í fótboltanum þetta gerist allt á 0.1 einhvern veginn."


Þú gætir verið ágætis söluvara, búinn að spila í neðri deildunum og kominn með landsleik?

„Auðvitað, ef það er eitthvað skemmtilegt annars staðar sem ég hefði áhuga á þá myndi ég skoða það. Ég er ungur núna og hef verið heppinn að fá þetta mikla leikreynslu, núna bættist við landsleikur."

„Draumurinn hefur verið að spila keppnisleik með aðalliði Reading, að spila fyrir liðið. Það er búið að vera eitt af þeim boxum sem mig langar að haka í. En ef Manchester United býður í mig þá er ég ekki að fara segja nei,"
sagði Jökull léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner